UNA prjónabók inniheldur 27 prjónauppskriftir.
Þar af eru 13 vinsælar úr UNU og ÆVI línunum í bland við 14 glænýjar uppskriftir.
Á myndinni af baksíðu bókarinnar má glöggva sig betur á uppskriftunum sem hún inniheldur.
Yfirskrift bókarinnar er „Hlýtt og mjúkt fyrir börn, fullorðna og hunda”, og eru prjónauppskriftirnar á mannamáli fyrir bæði byrjendur og reynslubolta.
Bókin er 161 blaðsíða, í áberandi fallegu umbroti og mun sóma sér vel á kaffiborðum allra landsmanna.
Höfundar bókar eru Salka Sól og Sjöfn.
Útgefandi er Sögur útgáfa.
Ljósmyndir tók Eygló Gísladóttir.
Útlit og uppsetningu bókarinnar hannaði Þórhildur L. Sigurðardóttir.